Nýsköpunarlandið Ísland á Íslandi er langtímarannsókn að frumkvæði Northstack, framkvæmd af Gallup og styrkt af Tækniþróunarsjóði (aths: NÍ 2019 var styrkt af þáverandi ráðuneyti nýsköpunar).
Markmið verkefnisins er að kortleggja og fylgjast með þróun viðhorfs forsvarsfólks nýsköpunarfyrirtækja til umhverfis nýsköpunar á Íslandi . Á þessari síðu eru upplýsingar um verkefnið, tilurð þess og markmið, aðstandendur, og niðurstöður.
Við völdum að birta gögnin hrá og án túlkunar hér á Nýsköpunarlandið.is, til að gefa umhverfinu og öllum þátttakendum þess aðgang, og lýsum bakgrunni og fyrirvörum eins vandlega og við getum í ítarlegri umfjöllun um verkefnið, til að stuðla að betri greiningum meðal þeirra sem hafa áhuga.
Fyrirvarar
Mikilvægt er að hafa í huga að könnunin er einmitt það, könnun á skoðun og tilfinningu þeirra sem reka fyrirtæki og hafa sótt um styrk í Tækniþróunarsjóð á tímabilinu 2017-2019. Skoðið ítarlegri umfjöllun um verkefnið fyrir frekari upplýsingar.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir Kristinn Árni L. Hróbjartsson, stofnandi Northstack (kristinn@northstack.is) og Eszter Czibor, PhD rannsóknastjóri Northstack (ec@northstack.is).
Niðurstöður
Niðurstöður verkefnisins má sjá á eftirfarandi slóðum.